Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Lokahringur upp á 72 högg hjá Sigurði Bjarka í Portúgal
Sigurður Bjarki Blumenstein.
Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 18:24

Lokahringur upp á 72 högg hjá Sigurði Bjarka í Portúgal

Sigurður Bjarki Blumenstein lauk í dag leik á 89th Portuguese International Amateur Championship mótinu sem fram fór í Portúgal. Hann lék lokahringinn á 72 höggum og endaði mótið jafn í 29. sæti.

Hann hóf leik á fyrstu holu í dag og reyndust fyrri níu holurnar ansi erfiðar. Hann lék þær á þremur höggum yfir pari þar sem hann fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn skramba. Á þeim síðari sýndi Sigurður aftur á móti mikinn karakter og lék þær á þremur höggum undir pari.

Eins og áður sagði endaði Sigurður jafn í 29. sæti á samtals einu höggi yfir pari. Mótið er eitt af sterkari áhugamannamótum í Evrópu ár hvert og er þetta því frábær árangur hjá einum af okkar efnilegustu kylfingum.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)