Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Lokakaflinn framundan á Nordic Golf mótaröðinni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið vel á tímabilinu.
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 14:00

Lokakaflinn framundan á Nordic Golf mótaröðinni

Framundan eru síðustu mót tímabilsins á Nordic Golf mótaröðinni sem er þriðja sterkasta mótaröð Evrópu karlamegin.

Fimm íslenskir kylfingar hafa leikið á mótaröðinni á þessu tímabili en enginn þó jafn vel og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem er í 22. sæti á stigalistanum.

Guðmundur Ágúst á raunhæfan möguleika á því að enda í einu af 5 efstu sætunum í lok tímabils sem gefur mönnum þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári en til þess þarf þó mikið að ganga upp á lokasprettinum.

Á morgun, miðvikudag, byrjar fyrsta mót lokakeppninnar en alls eru 94 kylfingar skráðir til leiks. Guðmundur Ágúst fer út klukkan 8:00 að staðartíma á 1. teig.

Eftir mót vikunnar eru fjögur mót eftir af tímabilinu sem klárast 11.-13. október þegar Tourfinalen, lokamótið, fer fram.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)