Fréttir

Lokamót ársins framundan hjá Valdísi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 19:36

Lokamót ársins framundan hjá Valdísi

Lokamót ársins á Evrópumótaröð kvenna hefsta á morgun í Kenýu og er Valdís Þóra Jónsdóttir á meðal keppenda. Leikið er á Vipingo Ridge vellinum.

Á morgun hefur Valdís leik klukkan 12:34 að staðartíma sem er 9:34 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Marta Sanz Barrio frá Spáni og Gabriella Cowley frá Englandi. Þær hefja leik á 10. holu.

Valdís komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Andalucia Costa del Sol Open de Espana mótinu sem fór fram um síðustu helgi. Fyrir mótið nú um helgina er Valdís í 71. sæti á stigalista mótaraðarinnar og er hún því í mikilli baráttu um að halda fullum þátttökurétti á mótaröðinni en 70 efstu á stigalistanum fá fullan þátttökurétt á næsta ári.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda í beinni hérna.