Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Lowry kosinn kylfingur janúarmánaðar á Evrópumótaröðinni
Shane Lowry.
Þriðjudagur 12. febrúar 2019 kl. 10:00

Lowry kosinn kylfingur janúarmánaðar á Evrópumótaröðinni

Evrópumótaröð karla tilkynnti í gær að það væri Írinn Shane Lowry sem hafi verið kosinn kylfingur janúarmánaðar. 

Lowry átti frábæran mánuð þar sem hann meðal annars fagnaði sigri á Abu Dhabi HSBC Championship mótinu sem hans fyrsti Rolex Series titill. Þetta var einnig hans fyrsti sigur í 1259 daga. Í mánuðinum þénaði hann rúmlega 1 milljón evra.

Í ofan á lag þá er Lowry í efsta sæti Race to Dubai listans, sem er stigalisti Evrópumótaraðarinnar, með rúmlega 1230 stig, tæplega 400 stigum meira en næsti kylfingur.

Valið stóð á milli Lowry, Bryson DeChambeau, Kurt Kitayama og Louis Oosthuizen.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

The fans have spoken 🥳 Shane Lowry is your Hilton Golfer of the Month.

A post shared by European Tour (@europeantour) on

 

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640