Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: 26 kylfingar í fyrsta móti ársins
Lexi Thompson.
Miðvikudagur 16. janúar 2019 kl. 08:00

LPGA: 26 kylfingar í fyrsta móti ársins

Fyrsta mót ársins á LPGA mótaröðinni hefst nú í vikunni tæpum tveimur mánuðum frá síðasta móti ársins 2018. 

Mót vikunnar er nýtt á mótaröðinni og ber heitið Diamond Resorts Tournament of Champions og er svipað og Sentry Tournament of Champions sem fór fram fyrr í janúar á PGA mótaröðinni. 

Einungis þeir kylfingar sem hafa staðið uppi sem sigurvegarar á LPGA mótaröðinni síðustu tvö tímabil eru með keppnisrétt í móti vikunnar. Af þeim kylfingum eru 26 keppendur skráðir til leiks og þar á meðal 5 af efstu 10 kylfingum heimslistans.

Verðlaunafé mótsins er ekki af verri endanum en alls eru 1,2 milljónir dollara í boði fyrir keppendur mótsins.

Diamond Resorts Tournament of Champions hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn. Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640