Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Boutier efst að fyrsta hring loknum
Celine Boutier
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 10:32

LPGA: Boutier efst að fyrsta hring loknum

Frakkinn Celine Boutier er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders Cup sem fer fram á LPGA mótaröðinni í golfi.

Boutier lék fyrsta hring mótsins á 8 höggum undir pari, fékk 8 fugla og tapaði ekki höggi.

Skor keppenda í mótinu er frábært en fimm kylfingar deila öðru sætinu á 7 höggum undir pari og sex kylfingar léku á 6 höggum undir pari.

Efsti kylfingur stigalistans, Nelly Korda, byrjaði vel og kom inn á 4 höggum undir pari á fyrsta hring. Hún er jöfn í 18. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)