Fréttir

LPGA: Castren fyrsti Finninn til að vinna á mótaröðinni
Matilda Castren.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 14. júní 2021 kl. 16:32

LPGA: Castren fyrsti Finninn til að vinna á mótaröðinni

Matilda Castren varð í nótt fyrsti finnski kylfingurinn til að fagna sigri á LPGA mótaröðinni þegar að hún fagnaði sigri á LPGA Mediheal Meistaramótinu. Hún endaði tveimur höggum á undan Min Lee sem var í forystu fyrir lokadaginn

Castren lék frábært golf á lokahringnum en hún kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari, og var það einn af bestu hringjum mótsins. Hún endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.

Lee byrjaði daginn tveimur höggum á undan Castren. Hún náði aðeins að leika á 69 höggum í gær og endaði því mótið á 12 höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti urðu þær Hannah Green og So Yeon Ryu en þær enduðu báðar á átta höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.