Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Ciganda og Torres jafnar í forystu á Evian Championship
Carlota Ciganda
Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 20:25

LPGA: Ciganda og Torres jafnar í forystu á Evian Championship

Fyrsti hringur á Evian Championship mótinu, síðasta risamóti ársins á LPGA mótaröðinni, var leikinn í Frakklandi í dag. Eftir fyrsta hring eru tvær jafnar í fyrsta sæti en það eru þær Carlota Ciganda og Maria Torres sem eru báðar á sex höggum undir pari.

Ciganda átti frábæran hring þar sem hún tapaði ekki höggi en fékk sex fugla og 12 pör. Torres átti ekki mikið síðri hring en hún fékk einn örn, sex fugla, tvo skolla og restin pör.

Í 3. sæti er hin bandaríska Austin Ernst en hún er á fimm höggum undir pari, einu höggi á eftir efstu konum. Öllu þekktari nöfn eru í 4. sæti  á fjórum höggum undir pari en þar eru jafnar þær So Yeon Ryu, Brooke M. Henderson og Nasa Hataoka. 

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)