Fréttir

LPGA: Efsta kona heimslistans og sú danska jafnar á toppnum
Jin-Young Ko.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 25. ágúst 2019 kl. 09:06

LPGA: Efsta kona heimslistans og sú danska jafnar á toppnum

Það eru þær Jin-Young Ko, efsta kona heimslistans, og hin danska, Nicole Broch Larsen sem deila efsta sætinu þegar einum hring er ólokið á CP Women's Open sem fram fer á LPGA mótaröðinni.

Þær stöllur eru báðar á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Brooke M. Henderson, sem á titil að verja.

Ko átti besta hring gærdagsins er hún kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Hún fékk sjö fugla og restina pör. Larsen er búin að leika alla hringi mótsins á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Í gær fékk hún einn skolla, fimm fugla, örn og restina pör.

Henderson lék á 65 höggum líkt og Ko og kom sér þannig nær efsta sætinu. Hún er samtals á 16 höggum undir pari, þremur höggum á undan næsta kylfingi.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Nicole Broch Larsen.