Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

LPGA: Ernst lék hringina þrjá á 20 höggum undir pari
Austin Ernst.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 31. ágúst 2020 kl. 17:53

LPGA: Ernst lék hringina þrjá á 20 höggum undir pari

LPGA mótaröðin snéri aftur til Bandaríkjanna eftir tvær vikur á Bretlandseyjum þar sem fyrsta risamót ársins, Opna kvennamótið, fór meðal annars fram. Walmart NW Arkansas meistaramótið kláraðist í gær og var það Austin Ernst sem fagnaði sigri á samtals 20 höggum en mótið var aðeins þrír hringir.

Á hringjunum þremur fékk Ernst samtals 22 fugla, þar af 10 á lokahringnum, einn örn og aðeins fjóra skolla. Restina af holunm lék hún á pari, eða samtals 27 holur. Hún endaði þó aðeins tveimur höggum á undan hinni sænsku Önnu Nordqvist.

Nordqvist lék samtals á 18 höggum undir pari og þess má til gamans geta að hún lék lokahringinn aðeins á tveimur höggum undir pari. Fyrstu tvo hringina lék hún aftur á móti á 64 og 62 höggum.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.