Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Fjórar jafnar á Keb Hana Bank mótinu
Ariya Jutanugarn.
Föstudagur 12. október 2018 kl. 14:00

LPGA: Fjórar jafnar á Keb Hana Bank mótinu

Ariya Jutanugarn, Sung Hyun Park, Charley Hull og Danielle Kang deila forystunni eftir tvo hringi á Keb Hana Bank mótinu sem fer fram á LPGA mótaröðinni í golfi.

Kylfingarnir fjórir eru allir á 8 höggum undir pari eftir hringina tvo en leikið er í Suður-Kóreu.

Jutanugarn, sem vermir næst efsta sæti heimslistans, lék magnað golf á síðustu 10 holum dagsins þar sem hún fékk alls sjö fugla og þrjú pör.

Fyrrum besti kylfingur heims, Lydia Ko, deilir 5. sætinu ásamt Nasa Hataoka á 6 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir efstu kylfingum.

Þriðji hringur mótsins fer fram í nótt. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)