Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Góð spilamennska Liu heldur áfram
Yu Liu.
Sunnudagur 24. mars 2019 kl. 11:00

LPGA: Góð spilamennska Liu heldur áfram

Það er hin kínverska Yu Liu sem er í forystu fyrir lokahringinn á Founders Cup mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Forysta hennar er aðeins eitt högg og er því von á spennandi lokahring.

Liu hefur leikið ótrúlegt golf síðustu tvo hringi. Hún byrjaði mótið rólega og lék fyrsta hringinn á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Annan hringinn lék hún svo á 64 höggum og í gær kom hún í hús á 65 höggum. Fyrir vikið er hún samtals á 19 höggum undir pari.

Carlota Ciganda er ein í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Hún átti besta hring gærdagsins en hún kom í hús á 63 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)