Fréttir

LPGA: Henderson með þriggja högga forystu
Brooke M. Henderson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 15. júní 2019 kl. 10:00

LPGA: Henderson með þriggja högga forystu

Það er Brooke M. Henderson sem er í forystu eftir tvo hringi á Meijer LPGA Classic mótinu. Hún er samtals á 16 höggum undir pari og með tveggja högga forystu á næstu konu.

Henderson er búinn að leika ótrúlega gott golf báða daga mótsins. Fyrsta hringinn lék hún á 64 höggum þar sem hún fór meðal annars holu í höggi. Í gær lék hún svo aftur á 64 höggum, eða átta höggum undir pari. Á hringnum fékk hún níu fugla, einn skolla og restina pör.

Ein í öðru sæti á 13 höggum undir pari er Brittany Altomare. Hún lék á 65 höggum í gær, eða sjö höggum undir pari. Þremur höggum á eftir Altomare er svo Jennifer Kupcho, sem nýlega gerðist atvinnumaður. Hún er búin að leika báða hringi mótsins á 67 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.