Fréttir

LPGA: Henderson með tveggja högga forystu
Brooke M. Henderson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 10:00

LPGA: Henderson með tveggja högga forystu

Þrátt fyrir að Brooke M. Henderson sé með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Meijer LPGA Classic mótinu þá var það Lexi Thompson sem stal senunni á þriðja degi mótsins þegar hún kom í hús á 62 höggum.

Henderson lék fyrstu tvo hringi mótsins á 64 höggum, eða átta höggum undir pari. Hún náði ekki að leika sama golf í gær en eftir 15 holur var hún á parinu. Það komu aftur á móti þrír fuglar á síðustu þremur holunum og kom hún því í hús á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Samtals er Henderson á 19 höggum undir pari.

Annie Park lék á 65 höggum í gær, eða sjö höggum undir pari, og er hún ein í öðru sæti á 17 höggum undir pari. Thompson er svo jöfn í þriðja sæti ásamt Brittany Altomare. Hringurinn hjá Thompson samanstóð af einum erni, 10 fuglum, tveim skollum og aðeins fimm pörum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640