Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Hull og Kang á 12 höggum undir pari
Charley Hull.
Laugardagur 13. október 2018 kl. 10:28

LPGA: Hull og Kang á 12 höggum undir pari

Charley Hull og Daniell Kang eru jafnar í forystu á LPGA Keb Hana meistaramótinu sem fer fram í Suður-Kóreu á LPGA mótaröðinni. Lokahringur mótsins fer fram í nótt.

Eftir þrjá hringi eru þær Hull og Kang báðar á 12 höggum undir pari, höggi á undan Ariya Jutanugarn sem er þriðja. 

Hull og Kang eiga það sameiginlegt að hafa unnið eitt mót á LPGA mótaröðinni til þessa. Kang sigraði á PGA meistaramótinu árið 2017 og Hull á CME Tour Championship árið 2016.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem er með þátttökurétt á LPGA mótaröðinni, er ekki með í móti helgarinnar þar sem hún fékk ekki boð í það.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)