Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Jafnt á toppnum fyrir lokahringinn
Nasa Hataoka.
Sunnudagur 26. maí 2019 kl. 10:01

LPGA: Jafnt á toppnum fyrir lokahringinn

Nasa Hataoka og Bronte Law eru jafnar í forystu á Pure Silk Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Lokahringur mótsins fer fram í dag, sunnudag.

Hataoka og Law eru báðar á 13 höggum undir pari, höggi á undan Brooke M. Henderson og Jennifer Song.

Forvitnilegt verður að fylgjast með lokahring mótsins en Hataoka er reynslumikill kylfingur sem hefur sigrað á þremur mótum á LPGA mótaröðinni á meðan Bronte Law er í leit að sínum fyrsta titli á atvinnumóti.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tók þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)