Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Kaufman enn í bílstjórasætinu
Kim Kaufman.
Laugardagur 9. febrúar 2019 kl. 11:00

LPGA: Kaufman enn í bílstjórasætinu

Kim Kaufman er með tveggja högga forystu fyrir lokahring ISPS Handa Vic Open mótsins sem klárast í nótt. Erfiðar aðstæður voru í Ástralíu í dag og sást það vel á skorunum en besta skor dagsins var 69 högg.

Eftir að hafa leikið á 66 höggum fyrstu tvo dagana réð Kaufman illa við aðstæður og kom í hús á 75 höggum. Hún fékk þrjá fugla, fjóra skolla, skramba og restina pör og endaði hringinn því á þremur höggum yfir pari. Eftir daginn er hún á 10 höggum undir pari.

Tveimur höggum á eftir eru þær Celine Boutier, sem lék einmitt á 69 höggum, og Su Oh, sem lék á 74 höggum.

Lokahringur mótsins fer fram í nótt en stöðuna í mótinu má sjá hérna.

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640