Örninn 21 járn
Örninn 21 járn

Fréttir

LPGA: Kim fagnaði eins höggs sigri
Hyo Joo Kim.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 2. maí 2021 kl. 10:12

LPGA: Kim fagnaði eins höggs sigri

Hin suður-kóreska Hyo Joo Kim sigraði í nótt á HSBC Women's World meistaramótinu sem fór fram á LPGA mótaröðinni í golfi.

Kim spilaði hringina fjóra á 17 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan Hannah Green sem endaði önnur. Lokahringurinn var æsispennandi en Green var með eins höggs forystu þegar tvær holur voru eftir en tapaði tveimur höggum á lokaholunum og þurfti því að sætta sig við annað sætið.

Sólning
Sólning

Þetta er fjórði sigur Kim á LPGA mótaröðinni og sá fyrsti frá árinu 2016 þegar hún var einungis 20 ára gömul búin að sigra á þremur mótum á þessari sterkustu mótaröð heims.

Xiyu Lin frá Kína, sem leiddi eftir þrjá hringi, endaði í þriðja sæti á 15 höggum undir pari jöfn Patty Tavatanakit og Inbee Park.

Hér er hægt að sjá úrslit mótsins.

Lokastaða efstu kylfinga:

1. Hyo Joo Kim, -17
2. Hannah Green, -16
3. Patty Tavatanakit, -15
3. Inbee Park, -15
3. Xiyu Lin, -15
6. So Yeon Ryu, -12
7. Carlota Ciganda, -11
7. In Gee Chun, -11
7. Lydia Ko, -11

Örninn járn 21
Örninn járn 21