Golfbúðin haustútsala
Golfbúðin haustútsala

Fréttir

LPGA: Korda í góðum málum fyrir lokahringinn
Nelly Korda.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 08:04

LPGA: Korda í góðum málum fyrir lokahringinn

Nelly Korda lék frábært golf á þriðja degi Taiwan Swinging Skirts mótsins og fer með þriggja högga forystu inn í lokahringinn. Minjee Lee er ein í öðru sæti.

Korda byrjaði daginn höggi á eftir efstu Mi Jung Hur en var fljótlega á hringnum í nótt búinn að jafna við hana og komast fram úr. Korda gerði engin mistök í nótt, hún fékk sjö fugla og restina pör og kom því í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Hún er á samtals 18 höggum undir pari.

Lee, sem er ein í öðru sæti á 15 höggum undir pari, er búin að leika alla hringi mótsins á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Caroline Masson er ein í þriðja sæti á 14 höggum undir pari eftir að leika á 66 höggum í nótt.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Minjee Lee.