Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Ólafía á einu höggi undir pari
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Föstudagur 17. ágúst 2018 kl. 08:24

LPGA: Ólafía á einu höggi undir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf í gær leik á Indy Women in Tech mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið er leikið í Indiana fylki í Bandaríkjunum.

Ólafía fór vel af stað og lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Fyrri 9 holurnar lék hún á einu höggi undir pari þar sem hún fékk tvo fugla og einn skolla. Á seinni 9 holunum fékk hún svo einn skolla og einn fugl og lék þær því á parinu og hringinn samtals á einu höggi undir pari.

Ólafía er sem stendur jöfn í 87. sæti og miðast niðurskurðurinn við þær sem eru á tveimur höggum undir pari eða betur. Ólafía þarf því að halda vel á spöðunum í dag til að komast í gegnum niðurskurðinn en hún hefur leik kl. 7:37 að staðartíma eða 11:37 að íslenskum tíma.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.