Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Ólafía í neðri hlutanum eftir fyrsta hringinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fimmtudagur 23. maí 2019 kl. 23:06

LPGA: Ólafía í neðri hlutanum eftir fyrsta hringinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag sinn fyrsta hring á LPGA mótaröðinni á þessu ári þegar hún spilaði á 73 höggum á Pure Silk Championship mótinu.

Ólafía, sem hóf leik á 10. teig og var ekki mikið að flækja hlutina fyrstu 10 holurnar þar sem hún fékk 10 pör í röð. Fyrsti skollinn leit dagsins ljós á 11. holu en hún átti svo eftir að bæta við sig einum fugli og tveimur skollum á síðustu 7 holum hringsins og endaði því á tveimur höggum yfir pari.


Skorkort Ólafíu.

Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 104. sæti af 144 kylfingum. Jennifer Song, Anna Nordqvist og Bronte Law fóru best af stað í mótinu og eru á 6 höggum undir pari.

Til þess að komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi þarf Ólafía að halda vel á spöðunum á morgun, föstudag. Alls komast um 70 efstu kylfingarnir áfram að tveimur hringjum loknum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)