Fréttir

LPGA: Park með pálmann í höndunum í Ástralíu
Inbee Park.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 15. febrúar 2020 kl. 08:40

LPGA: Park með pálmann í höndunum í Ástralíu

Þriðji hringur ISPS Handa Women's Australian Open mótsins var leikinn í nótt en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Inbee Park fer með þriggja högga forystu inn í lokahringinn eftir frábæran þriðja hring.

Á hringnum í dag fékk Park sjö fugla en á móti fékk hún tvo skolla. Hún kom því í hús á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Það var næst besti hringur dagsins en aðeins Perrine Delacour lék betur, eða á 67 höggum. Park er samtals á 15 höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Ein í öðru sæti á 12 höggum undir pari er Ayean Cho. Hún lék á 69 höggum í dag líkt og fyrstu tvo hringi mótsins. Á hringnum í dag fékk hún sex fugla, einn skolla og restina pör. Marina Alex er síðan ein í þriðja sæti á 11 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.