Fréttir

LPGA: Sagstrom jók forystu sína fyrir lokahringinn
Madelene Sagstrom.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 26. janúar 2020 kl. 11:15

LPGA: Sagstrom jók forystu sína fyrir lokahringinn

Það er hin sænska Madelene Sagstrom sem er í forystu fyrir lokahring Gainbridge LPGA mótsins en þriðji hringurinn var leikinn í gær. Hún er með tveggja högga forystu og getur í kvöld unnið sitt fyrsta LPGA mót.

Sagstrom var með eins höggs forystu fyrir daginn í gær eftir frábæran annan hring upp á 62 högg. Hún hélt áfram að leika vel í gær og kom í hús á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Á hringnum fékk hún fimm fugla og restina pör og er hún nú samtals á 15 höggum undir pari.

Ein í öðru sæti á Nasa Hatoka sem tapaði í bráðabana um síðustu helgi. Hún lék á 67 höggum í gær, líkt og Sagstrom, og er hún samtals á 13 höggum undir pari. Danielle Kang og Sei Young Kim eru jafnar í þriðja sæti á 12 höggum undir pari. Kang átti besta hring gærdagsins er hún kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari, á meðan lék Kim á 67 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.