Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Sei Young Kim frábær á öðrum hring og í forystu
Sei Young Kim
Sunnudagur 10. júní 2018 kl. 12:10

LPGA: Sei Young Kim frábær á öðrum hring og í forystu

Sei Young Kim lék best allra á öðrum hring Shoprite LPGA Classic mótsins og er komin í forystu fyrir lokahringinn. Hún er samtals á 12 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Celine Herbin.

Kim átti hreint út sagt frábæran dag í gær. Á fyrri níu holunum var hún á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið fimm fugla. Hún hélt uppteknum hætti á síðari níu holunum og fékk sex fugla, einn skolla og restina pör og lék því síðari níu holurnar á 29 höggum. Hringinn lék hún á 61 höggi, eða 10 höggum undir pari.

Eins og áður sagðir er hin franska Celine Herbin ein í öðru sæti. Hún er samtals á 10 höggum undir pari en hún er búin að leika báða hringina á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari.

Lokadagur mótsins fer fram í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)