Fréttir

LPGA: Suður-Kórea fagnaði sigri á UL International Crown
So Yeon Ryu fór fyrri sínu liði í heimalandinu.
Sunnudagur 7. október 2018 kl. 10:29

LPGA: Suður-Kórea fagnaði sigri á UL International Crown

Um helgina fór UL International Crown mótið fram í Suður Kóreu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Átta af bestu þjóðum heims mættu til leiks í mótið en þjóðirnar öðluðust þátttökurétt með stöðu bestu kylfinganna í hverju landi á heimslistanum.

Í ár voru lið mótsins Suður-Kórea, England, Ástralía, Taívan, Bandaríkin, Japan, Taíland og Svíþjóð.

Liðunum var raðað upp í tvo riðla en fjórir kylfingar léku í hverju liði. Fyrirkomulagið er ekki ósvipað og tíðkast í Ryder og Solheim bikurunum þar sem kylfingar leika fjórmenning og fjórbolta.

Lið Bandaríkjanna hafði titil að verja í mótinu eftir glæsilegan sigur í fyrra en þær þurftu að sætta sig við annað sætið í mótinu þar sem heimakonur frá Suður-Kóreu fögnuðu nokkuð öruggum sigri.

Enska liðið endaði jafnt því bandaríska í öðru sæti og taílenska liðið í því fjórða.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]