Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Þrjár jafnar á toppnum á Shoprite LPGA Classic
Anna Nordqvist.
Laugardagur 9. júní 2018 kl. 10:57

LPGA: Þrjár jafnar á toppnum á Shoprite LPGA Classic

Laura Diaz, Celine Herbin og Anna Nordqvist deila forystunni eftir fyrsta hringinn á Shoprite LPGA Classic mótinu sem er mót helgarinnar á LPGA mótaröðinni. Mótið hófst á föstudaginn og eru leiknir þrír hringir frá föstudegi til sunnudags.

Diaz, Herbin og Nordqvist léku allar á 5 höggum undir pari og eru höggi á undan 9 kylfingum, þar á meðal Lydia Ko.

In-Kyung Kim, sem hefur titil að verja í mótinu, er í toppbaráttunni en hún er á 3 höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er ekki meðal keppenda í mótinu að þessu sinni en hún ákvað að taka sér frí fyrir komandi átök á mótaröð þeirra bestu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)