Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Tvær jafnar á toppnum
Sei Young Kim er í forystu.
Laugardagur 1. júlí 2017 kl. 11:00

LPGA: Tvær jafnar á toppnum

Þegar tveir hringir eru búnir á KPMG PGA meistaramóti kvenna eru það þær Sei Young Kim og Danielle Kang sem deila efsta sætinu á sjö höggum undir pari. Það er þéttur hópur sem fylgir fast á hæla þeirra og er því von á spennandi keppni um helgina.

Bæði Kim og Kang eru búnar að leika hringina sína á 69 höggum (-2) á fyrsta hring á 66 höggum (-5) á öðrum hring. Þær eru því samtals á sjö höggum undir pari og hafa eins höggs forystu á næstu keppendur.

Á sex höggum undir pari eru fjórar konur, en það eru þær Brittany Lincicome, Jodi Edwart Shadoff, Mi Hyang Lee, Chella Choi og Amy Yang, en Amy var með forystu eftir fyrsta hringinn.

Það eru svo fjórar sem eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir. Meðal annars er Brooke M. Henderson á fimm höggum undir pari, en hún sigraði á þessu móti í fyrra.

Til gamans má geta að Ariya Jutanugarn, sem var í efsta sæti heimslistans, náði ekki niðurskurðinum, en hún endaði mótið á þremur höggum yfir pari og miðaðist niðurskurðurinn við þær konur sem voru á tveimur höggum yfir pari eða betur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Danielle Kang deilir efsta sætinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)