Fréttir

LPGA: Valdís flaug í gegnum fyrsta stigið
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 26. ágúst 2019 kl. 06:12

LPGA: Valdís flaug í gegnum fyrsta stigið

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék á 72 höggum á lokahring fyrsta stigs úrtökumóts fyrir LPGA mótaröðinni. Hún endaði jöfn í 21. sæti og flaug því inn á annað stigið.

Fyrir daginn var Valdís samtals á höggi undir pari, fjórum höggum betur en niðurskurðslínan. Hún gaf aðeins eftir á fyrstu holunum og var komin á samtals tvö högg yfir par eftir sjö holur. Þá hrökk Valdís í gang og fékk fjóra fugla, einn skolla og restina pör á síðustu 10 holunum.

Hringinn lék Valdís því á 72 höggum, eða pari vallar og samtals endaði hún á höggi undir pari. Þær sem voru á fimm höggum yfir pari og betur komust inn á annað stigið.

Annað stigið fer fram dagana 12.-17. október og verða þá bæði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís mættar til leiks.

Lokastaða fyrsta stigsins má sjá hérna.