Fréttir

LPGA: Valdís keppti í úrtökumóti fyrir mót vikunnar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 22:13

LPGA: Valdís keppti í úrtökumóti fyrir mót vikunnar

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir GL lék í dag í úrtökumóti fyrir ISPS Handa Women's Australian Open sem fer fram á LPGA mótaröðinni dagana 13.-16. febrúar.

Alls voru þrjú sæti í boði á mótinu fyrir efstu kylfinga úrtökumótsins en þau fóru til Esther Henseleit (-6), Jenny Haglund (-2) og Nina Pegova (-1).

Valdís lék á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari og verður því ekki með á móti vikunnar.


Skorkort Valdísar.

Valdís lék einnig í úrtökumóti fyrir Vic Open sem fór fram á LPGA mótaröðinni um síðustu helgi en var þá einungis tveimur höggum frá því að komast inn í mótið.

Næsta mót hjá Valdísi er Ladies Classic Bonville sem fer fram í Ástralíu dagana 20.-23. febrúar á Evrópumótaröð kvenna.

Hér er hægt að sjá úrslitin í úrtökumótinu.