Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Young Ko fagnaði sigri eftir mikla spennu
Jin Young Ko.
Mánudagur 25. mars 2019 kl. 10:00

LPGA: Young Ko fagnaði sigri eftir mikla spennu

Mikil spenna var á lokahring Founders Cup mótsins á LPGA mótaröðinni í gær. Það var að lokum Jin Young Ko sem fagnaði sigri á samtals 22 höggum undir pari.

Fyrir lokahringinn var Yu Liu í efsta sætinu á 19 höggum undir pari og höggi á eftir var Carlota Ciganda. Þær náðu aðeins að leika á tveimur og þremur höggum undir pari á lokahringnum og enduðu fyrir vikið báðar á 21 höggi undir pari. Það opnaði því dyrnar fyrir aðra kylfinga að komast í toppbaráttuna.

Systurnar Nelly og Jessica Korda léku báðar frábært golf. Nelly lék á 66 höggum, eða sex höggum undir pari, og Jessica lék á 64 höggum. Þær enduðu líka báðar á 21 höggi undir pari.

Það var svo Young Ko sem skaut þeim öllum ref fyrir rass með hring upp á 65 höggi. Hún endaði því mótið á samtals 22 höggum undir pari. Þetta var hennar þriðji sigur á LPGA mótaröðinni.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)