Fréttir

Marcel Siem hætti leik eftir að fá dæmt á sig 10 vítishögg
Marcel Siem.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 18. október 2019 kl. 11:45

Marcel Siem hætti leik eftir að fá dæmt á sig 10 vítishögg

Það má með sanni segja að nokkir atvinnukylfingar hafi lent illa í golfreglunum þessa vikuna. Fyrst var það Jesper Parnevik sem fékk dæmt á sig víti fyrir að taka ekki „mulligan“ og svo var það Lee Ann Walker sem dæmt á sig 58 vítishögg fyrir að láta kylfubera sinn stilla sér upp.

Nú er komið upp enn annað málið en það kom upp á Oped de France sem hófst í gær á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Marcel Siem stóð í þeirri meiningu að ákveðið hefði verið að lyfta mætti boltanum, þrífa hann og stilla honum upp. 

Því miður þá höfðu sú ákvörðun aldrei verið tekin. Siem áttaði sig á mistökunum eftir níu holur og hafði hann þá tekið boltann sinn ólögega upp fimm sinnum.

Þar sem hann hafði leikið boltanum fimm sinum frá röngum stað fékk hann 10 vítishögg dæmt á sig, þar sem hvert skipti er tvö vítishögg. 

Siem tilkynnti á Facebook síðu sinni eftir atvikið að öll þessi vítishögg hefðu verið nóg til að hann dæmdi sig úr mótinu. Hann mun því missa þátttökurétt sinn á Evrópumótaröðinni og mun þurfa að leika á 3. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í nóvember.