Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Masters: Áhorfið minna en í fyrra
Áhorfið var meira á lokahringnum 2018 þegar Patrick Reed vann en í ár þegar Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í 11 ár.
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 20:00

Masters: Áhorfið minna en í fyrra

Lokahringur Masters mótsins árið 2019 verður lengi í minnum hafður enda náði Tiger Woods sínum fyrsta risatitli í 11 ár og þeim 15. í heildina. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá var töluvert minna áhorf á lokadegi mótsins í ár miðað við í fyrra.

CBS tilkynnti á mánudaginn að lokadagurinn í ár hefði fengið einkunina 7,7, sem þýðir að um það bil 9,24 milljón heimila horfðu á. Meðan var talan 11,5, eða 13,8 milljón heimila, í fyrra.

Það má þó ekki gleyma því að lokahollin hófu leik klukkan 9:20 að staðaríma sem þýðir að klukkan var enn 5:20 á vesturströnd Bandaríkjanna. Ef skoðaðar eru útsendingar frá golfmótum síðustu ára sem hafa byrjað þetta snemma þá verður að fara 34 ár aftur í tímann til að finna svipaðar tölur.

Hefði lokahringurinn hafist á venjulegum tíma er alveg hægt að gera ráð fyrir því að tölurnar hefðu verið töluvert hærri en raun bar vitni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is