Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Masters: Hola í höggi númer tvö á lokadeginum
Justin Thomas.
Sunnudagur 14. apríl 2019 kl. 16:46

Masters: Hola í höggi númer tvö á lokadeginum

Lokadagur Masters mótsins er í fullum gangi og er mikil spenna á toppnum þar sem Patrick Cantley var að taka forystuna eftir að fá örn á 15. holunni. Francesco Molinari, Tiger Woods, Brooks Koepka og Xander Schauffele eru allir jafnir í öðru sæti, höggi á eftir.

Það eru fleiri kylfingar sem eru að sýna flotta takta. Bryson DeChambeau gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 16. holunni fyrr í dag. Nú var aftur á móti komið að Justin Thomas að láta ljóst sitt skína. Hann endurtók leik DeChambeau og fór holu í höggi á sömu holu.

Höggið kom honum á níu högg undir par og er hann því þremur höggum á eftir efstu mönnum þegar fréttin er skrifuð.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)