Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Masters: Woods með Poulter í holli á þriðja hringnum
Tiger Woods.
Laugardagur 13. apríl 2019 kl. 13:00

Masters: Woods með Poulter í holli á þriðja hringnum

Þriðji hringur Masters mótsins fer fram í dag, laugardag, á Augusta National vellinum í Georgíu fylki.

Framundan er spennandi dagur en flestir af efstu kylfingunum eru leikmenn sem hafa nú þegar fagnað sigri á einu eða fleiri risamótum.

Fimm kylfingar deila efsta sætinu á 7 höggum undir pari. Það eru þeir Francesco Molinari (1 risatitill), Jason Day (1), Brooks Koepka (3), Adam Scott (1) og Louis Oosthuizen (1).

Kylfingarnir sem deila 6. sætinu eru ekki af verri endanum en þar eru þeir Dustin Johnson (1), Xander Schauffele (0), Justin Harding (0) og Tiger Woods (14).

Rástímar fyrir þriðja hringinn eru klárir og vekur helst athygli að þeir Tiger Woods og Ian Poulter verða saman í holli og má búast við miklum látum í því holli.

Lokahollin eru eftirfarandi:

Jason Day og Francesco Molinari, 18:45
Brooks Koepka og Adam Scott, 18:35
Louis Oosthuizen og Dustin Johnson, 18:25
Justin Harding og Xander Schauffele, 18:15
Tiger Woods og Ian Poulter, 18:05

Önnur holl sem vert er að fylgjast með:

Matt Kuchar og Phil Mickelson, 17:45
Justin Thomas og Bryson DeChambeau, 17:25
Rory McIlroy og Marc Leishman, 15:05

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)