Fréttir

McIlroy bætti met sem Woods átti
Rory McIlroy.
Mánudagur 11. nóvember 2019 kl. 21:31

McIlroy bætti met sem Woods átti

Fáir kylfingar eiga fleiri met en Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods. Í dag missti Woods þó eitt slíkt til Norður-Írans Rory McIlroy.

McIlroy varð á mánudaginn yngsti kylfingurinn í sögu heimslista karla til að vera 500 vikur í topp-10 á listanum.

McIlroy er einungis 30 ára gamall, sex mánaða og 8 daga gamall og bætir hann met sem Woods átti en hann var fjórum mánuðum eldri þegar hann var búinn að eyða 500 vikum í topp-10.

Nosferatu greindi frá þessu á Twitter síðu sinni en um er að ræða einn helsta sérfræðing heims um heimslistann í golfi.

McIlroy sá tístið sjálfur og birti mynd af því á Instagram síðu sinni. Með því myndinni fylgdi eftirfarandi texti:

„Líklega í fyrsta (og mögulega síðasta) skipti sem ég hef betur gegn Tiger.“

Árið 2009 komst McIlroy fyrst í topp-10 en hann var þá einungis 20 ára gamall. Þremur árum seinna komst hann fyrst í efsta sæti heimslistans þegar hann hafði betur gegn Tiger Woods á Honda Classic mótinu. Þá varð hann næst yngsti kylfingurinn í sögu heimslistans til að verma efsta sætið, á eftir Tiger Woods.