Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

McIlroy keppir í Kanada í fyrsta sinn í sumar
Rory McIlroy.
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 22:35

McIlroy keppir í Kanada í fyrsta sinn í sumar

Norður-Írinn Rory McIlroy mun keppa í Kanada í sumar í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður þegar RBC Opna kanadíska mótið fer fram.

McIlroy, sem komst upp í 4. sæti heimslista karla í golfi eftir sigurinn á Players meistaramótinu um síðustu helgi, verður með þegar Opna kanadíska mótið fer fram í 115. skiptið dagana 6.-9. júní.

„Það er ótrúlega spennandi,“ sagði einn stjórnenda mótsins, Bryan Crawford um þátttöku McIlroy. „Rory er einn af bestu kylfingum heims og hefur verið slíkur í nokkur ár. Hann er svo sannarlega einn af alþjóðlegu sendiherrum leiksins.“

McIlroy, sem er 29 ára gamall, sigraði í 15. skiptið á PGA mótaröðinni um síðustu helgi og er í efsta sæti stigalista mótaraðarinnar.

Auk McIlroy hafa þeir Dustin Johnson, Jim Furyk, Brandt Snedeker, Webb Simpson og heimamaðurin Adam Hadwin allir staðfest þátttöku sína í mótinu en Johnson hefur titil að verja.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)