Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

McIlroy: Lengdin mun skipta máli
Þriðjudagur 14. maí 2019 kl. 23:33

McIlroy: Lengdin mun skipta máli

Rory McIlroy telur að hinn langi Bethpage Black völlur muni henta sér vel þegar PGA meistaramótið fer fram á vellinum í vikunni. Norður-Írinn er í leit að sínum fimmta risatitli.

Hinn 30 ára gamli McIlroy hefur verið í flottu formi á árinu en auk þess að sigra á Players mótinu hefur hann verið í topp-10 á sex mótum á PGA mótaröðinni.

„Miðað við rigninguna undanfarna daga held ég að högglengd muni klárlega hjálpa. Ég horfi bara á skorkortið hérna, ég var ekki alveg viss hvort við myndum spila völlinn sem par 70 eða 71 þar sem 7. holan getur augljóslega breyst úr par 5 holu í par 4 holu.

Í þau tvö skipti sem við höfum spilað á PGA mótaröðinni hér var 7. holan par 5 hola en á Opna bandaríska var hún par 4.

6.800 metrar, par 70, er langur golfvöllur og hann spilast enn lengri í kulda og bleytu. Lengd mun klárlega skipta miklu máli þessa vikuna.“

PGA meistaramótið fer fram á Bethpage vellinum í fyrsta skiptið frá árinu 1949. Opna bandaríska mótið fór hins vegar fram á vellinum árið 2009 og þá endaði McIlroy í 10. sæti.

Brooks Koepka hefur titil að verja á PGA meistaramótinu eftir glæsilega spilamennsku árið 2018. Sigurvegara síðustu ára má sjá hér fyrir neðan:

2018: Brooks Koepka
2017: Justin Thomas
2016: Jimmy Walker
2015: Jason Day
2014: Rory McIlroy
2013: Jason Dufner
2012: Rory McIlroy
2011: Keegan Bradley
2010: Martin Kaymer

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)