Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

McIlroy skýtur á DeChambeau
Rory McIlroy.
Miðvikudagur 6. febrúar 2019 kl. 08:00

McIlroy skýtur á DeChambeau

Rory McIlroy er einn þeirra sem vilja endilega auka leikhraða á stærstu mótaröðum heims. Hann segist sammála ummælum Brooks Koepka á dögunum sem sagði að það ætti ekki að taka langan tíma að slá golfhögg.

„Ég held að við getum allir hjálpað til við að auka leikhraða,“ sagði McIlroy á blaðamannafundi á þriðjudaginn. „Ég er klárlega í hópi með Brooks Koepka hvað það varðar að ef þeir myndu gefa okkur mínútu til að slá golfhögg þá væri það nógu langur tími.“

„Maður getur í raun ekki þrætt við Brooks, hann er búinn að vera einn besti kylfingur heims undanfarin ár. Ef hann segist geta slegið á 45 sekúndum ættu allir að geta það.“

McIlroy hélt svo áfram og skaut á einn heitasta kylfing heims um þessar mundir, Bryson DeChambeau.

„Ef þú þarft að skoða loftþéttleika nota alls konar hluti eins og áttavita.. Ég átta mig á því að þetta er andlegt, þú ferð í gegnum tékklista. Ef Bryson heldur að hann þurfi að gera allt þetta til að slá besta mögulega höggið þá má hann að sjálfsögðu gera það en það verður að vera innan þess tíma sem mótaröðin leyfir.“


Bryson DeChambeau er ekki vinsælasti kylfingur í heimi.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is