Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

McIlroy staðfestir þátttöku sína á Opna skoska mótinu
Rory McIlroy.
Miðvikudagur 22. maí 2019 kl. 14:57

McIlroy staðfestir þátttöku sína á Opna skoska mótinu

Það hefur ríkt mikil óvissa með það hversu mikið Rory McIlroy muni leika á Evrópumótaröðinni þetta árið. Um tíma var hann ekki einu sinni skráður sem miðlimur mótaraðarinnar en skráði sig á síðustu stundu og kom þar með í veg fyrir að vera útlokaður sem framtíðar fyrirliði Ryderliðs Evrópu.

Nú er komið á hreint hvaða mót verði hans fyrsta á Evrópumótaröðinni þetta árið. Hann hefur staðfest að hann muni verða á meðal keppenda á Opna skoska mótinu sem fram fer vikuna fyrir Opna mótið, þriðja risamót ársins.

Opna skoska er leikið á Renaissance vellinum sem er rétt fyrir utan Edinborg. Meðal keppenda verða þeir Matt Kuchar, Henrik Stenson og sigurvegari síðasta árs, Brandon Stone. 

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)