Fréttir

Meronk getur brotið blað í sögu golfsins í Póllandi
Adrian Meronk.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 28. nóvember 2020 kl. 18:50

Meronk getur brotið blað í sögu golfsins í Póllandi

Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Adrian Meronk í forystu fyrir lokahringinn á Alfred Dunhill Championship mótinu á Evrópumótaröð karla. Með sigri á morgun getur Meronk brotið blað í sögu golfíþróttarinnar í heimalandi sínu, Póllandi.

Meronk lék á sínum tíma með East Tennessee State Háskólanum í Bandaríkjunum en Guðmundur Ágúst Kristjánsson var liðsfélagi hans þar. Á þeim tíma sem hann var í Bandaríkjunum fagnaði hann fimm sigrum og var um tíma á meðal bestu áhugamanna heims. 

Framistaða hans þessa helgi hefur ekki verið í takt við spilamennsku hans undanfarið en hann hefur aðeins tvisvar endaði á meðal 10 efstu á fyrsta árinu sínu á mótaröðinni. Fyrir helgi var hann í 261. sæti heimslistans og eini sigur hans sem atvinnumaður kom í fyrra á Open de Portugal mótinu á Áskorendamótaröðinni.

Meronk er fæddur í Þýskalandi en foreldrar hans eru báðir pólskir og flutti þau til Póllands þegar að hann var tveggja ára gamall. Faðir Meronk spilaði golf en íþróttin er fremur ung í landinu og var það ekki nema fyrir tveimur árum sem hægt var að horfa á Evrópumótaröðin og PGA mótaröðina í sjónvarpi þar í landi. Það eru aðeins 6000 kylfingar í landi þar sem búa yfir 37 milljónir manns.

Meronk sagði samt í viðtali að fjöldina hafi aukist á þessu ári út af Covid.

„Fjöldi kylfinga í Póllandi hefur aukist á þessu ári. Út af Covid þá hefur fólk reynt að finna sér eitthvað að gera utandyra. Golf hefur verið þar ofarlega á lista. Það er líka verið að byggja fleiri velli. Ég reyni að leggja mig fram við það að koma íþróttinni á hærri stall í landinu mínu. Ef mér tækist að vinna á Evrópumótaröðinni þá væri það ótrúlega stór áfangi fyrir golf í Póllandi. Það væri einnig stórt að komast á Ólympíuleikana.“

Takist Meronk að sigra á morgun verður hann fyrsti pólski kylfingurinn til að fagna sigri á Evrópumótaröð karla.