Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Michelle Wie frá í einhvern tíma
Michelle Wie.
Miðvikudagur 24. apríl 2019 kl. 14:27

Michelle Wie frá í einhvern tíma

Michelle Wie tilkynnti í gær að hún myndi ekki leika meira golf í einhvern tíma vegna þrálátra meiðsla á hendi. Wie hefur nokkrum sinnum þurft að hætta við keppni á árinu vegna meiðslanna en hún gekkst undir aðgerð á hægri hendi í október á síðasta ári.

„Fór í uppörvandi heimsókn til læknisins en við vorum bæði sammála um að það væri best að taka smá frí til þess að leyfa líkamanum að jafna sig og styrkjast. Heilsan er í forgangi og vonandi verð ég orðin verkjalaus innan skamms. Takk allir fyrir þolinmæðina gagnvart mér. Ég kann að meta það.“

Wie komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Lotte Championship mótinu í síðustu viku og kveinkaði sér þegar hún sló teighögg. Vonir stóðu til þess að hún gæti verið með í US Open kvennamótinu eftir fimm vikur en það næst líklega ekki.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)