Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Mickelson búinn að gefast upp á völlum með háan karga
Phil Mickelson.
Föstudagur 5. október 2018 kl. 23:26

Mickelson búinn að gefast upp á völlum með háan karga

Ummæli Bandaríkjamannsins Phil Mickelson eftir fyrsta hringinn á Safeway Open mótinu hafa vakið mikla athygli. Þar talar hann um að hann sé tímasóun fyrir sig að spila á völlum á borð við Le Golf National þar sem hann er orðinn of gamall fyrir það.

Mickelson náði sér ekki á strik í Ryder bikarnum sem fór fram á vellinum en svo kom hann inn á 7 höggum undir pari á fyrsta hringnum á Safeway Open þar sem karginn er töluvert lægri.

„Ég er orðinn 48 ára gamall. Ég er hættur að spila í mótum með svona karga. Það er tímasóun,“ sagði Mickelson og hélt áfram.

„Ég ætla að spila golfvelli sem eru leikhæfir, þar sem ég get leikið sóknargolf, fengið marga fugla því þannig vil ég spila.

Brautirnar voru 14-16 yarda breiðar [Í Frakklandi]. Karginn var ferlegur, nánast óleikhæfur og þannig spila ég ekki.“

Eins og áður hefur komið fram er Mickelson í toppbaráttunni á Safeway Open mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)