Fréttir

Mickelson komist í gegnum niðurskurð 500 sinnum
Phil Mickelson.
Sunnudagur 10. febrúar 2019 kl. 08:00

Mickelson komist í gegnum niðurskurð 500 sinnum

Phil Mickelson náði ansi merkilegum áfanga um helgina þegar hann komst áfram í gegnum niðurskurðinn á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu en það var í 500. skiptið sem hann gerir það á PGA mótaröðinni.

Mickelson varð atvinnumaður árið 1992 og komst stuttu seinna inn á PGA mótaröðina. Nú, 27 árum seinna, hefur hann sigrað á 43 mótum á PGA mótaröðinni og þar af fimm risamótum.

Mickelson er í öðru sæti á AT&T Pebble Beach mótinu eftir þrjá hringi, þremur höggum á eftir Paul Casey sem er í forystu. Lokahringur mótsins fer fram í dag, sunnudag.

Ísak Jasonarson
[email protected]