Fréttir

Mickelson vill vera hluti af lausninni og lagði til 500.000 dollara
Phil Mickelson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 22:15

Mickelson vill vera hluti af lausninni og lagði til 500.000 dollara

Jackson State Háskólinn í Mississippi tilkynnti í vikunni að Phil Mickelson hefði lagt 500.000 dollara til skólans en skólinn er hluti af hópi menntastofnanna í Bandaríkjunum sem stofnaðar voru fyrir svarta einstaklinga á þeim tímum sem svartir og hvítir fengu ekki að ganga í sama skóla (e. Historically black colleges and universities - HBCU).

Mickelson mun á föstudaginn leika í góðgerðarleik með körfuknattleiksmönnunum Charles Barkley og Steph Curry og Peyton Manning sem lék amerískan fótbolta á sínum tíma. leiknum svipar til leiksins í fyrra þar sem Mickelson og Tom Brady léku saman á móti Tiger Woods og Manning.

Mickelson sagði í kjölfar tilkynningarinnar að hann ætti erfitt með að tjá sig um aðstæður svartra einstaklinga þar sem hann væri hvítur en vildi samt vera hluti af lausninni.

„Ég þekki þetta ekki, ég er ekki í stöðu til að tjá mig um kynþátt, okei?. Sem hvítur karlmaður, þá get ég aldrei skilið baráttuna sem svartir einstalingar hafa þurft að ganga í gegnum en ég vil vera hluti af lausninni.“

Leikurinn sem þeir félagar munu leika mun einnig leggja pening til HBCU. Mickelson mun leika með Barkley á móti Curry og Manning.