Fréttir

Minni spámenn í toppbaráttunni - hola í höggi á fyrsta degi!
Brehm er meðal þriggja forystusauða eftir fyrsta dag. kylfingur.is/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. mars 2023 kl. 10:28

Minni spámenn í toppbaráttunni - hola í höggi á fyrsta degi!

Bandaríkjamaðurinn Ryan Brehm er einn af þremur kylfingum sem deila efsta sæti á Valspar mótinu á PGA mótaröðinni en kappinn gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. braut á fyrsta hring. Með honum eru Stephan Jaeger og Adam Schenk á 5 höggum undir pari.

Brehm hefur ekki verið í toppbaráttunni á mótaröðinni að undanförnu og leikið tuttugu yfir pari samtals í síðustu fjórum mótum. Hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í 14 af síðustu 17 mótum sem hann hefur tekið þátt í þannig að lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá atvinnumönnum. 

Hann negldi hins vegar ofan í á 17. braut með 7-járni og náði draumahögginu og tyllti sér á toppinn í mótinu með Jaeger og Schenk en þremenningarnir eru meðal minni spámanna á PGA mótaröðinni. 

Ryan Brehm                       66 (-5)

Stephan Jaeger                  66 (-5)

Adam Schenk                     66 (-5)

Jordan Spieth                     67 (-4)

Lucas Glover                      67 (-4)

Maverick McNealy             67 (-4)

Staðan: