Fréttir

Misjafnt gengi íslensku strákanna í Þýskalandi
Andri Þór lék best okkar manna í dag.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 9. september 2021 kl. 17:48

Misjafnt gengi íslensku strákanna í Þýskalandi

Heimamaðurinn Matthias Schmid er efstur eftir fyrsta hring Big Green Egg mótsins sem hófst í Þýskalandi í dag. Schmid lék á 8 höggum undir pari og hefur tveggja högga forystu á næsta mann.

Íslensku kylfingarnir áttu misjöfnu gengi að fagna.

Andri Þór Björnsson lék langbest okkar manna í dag. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson áttu erfitt uppdráttar.

Andri lék hring dagsins á pari vallarins sem skilar honum í 36. sæti mótsins. Fuglar á tveimur síðustu brautum dagsins gerðu það að verkum að Andri getur gengið sáttur frá borði eftir dagsverkið.

Skorkort Andra:

Guðmundur Ágúst var langt frá sínu besta í dag og þarf á frábærum hring að halda á morgun til að eiga einhvern möguleika á að ná í gegnum niðurskurðinn. 

Skorkort Guðmundar:

Bjarki Pétursson var einnig langt frá sínu besta og náði sér aldrei á strik í dag. Hann lék á 81 höggi og á varla möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Skorkort Bjarka:

Staðan í mótinu