Fréttir

Morikawa með tveggja högga forystu á Concession vellinum
Collin Morikawa.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 28. febrúar 2021 kl. 11:37

Morikawa með tveggja högga forystu á Concession vellinum

Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Workday Heimsmótinu sem fer fram á Concession golfvellinum í Flórída.

Morikawa hefur leikið fyrstu þrjá hringi mótsins á 15 höggum undir pari og er tveimur höggum á undan næstu kylfingum.

Morikawa lék þriðja hring mótsins á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en áður hafði hann leikið á 70 og 64 höggum.

Brooks Koepka, sem leiddi eftir tvo hringi, lék þriðja hringinn á 2 höggum undir pari og er jafn Billy Horschel í öðru sæti á 13 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

1. Collin Morikawa, -15
2. Billy Horschel, -13
2. Brooks Koepka, -13
4. Webb Simpson, -12
5. Rory McIlroy, -11
5. Patrick Reed, -11
7. Viktor Hovland, -10
7. Scottie Scheffler, -10
7. Hideki Matsuyama, -10
7. Matt Fitzpatrick, -10