Fréttir

Mótaraðir unglinganna fara af stað í vikunni
Mynd: seth@golf.is
Miðvikudagur 23. maí 2018 kl. 17:00

Mótaraðir unglinganna fara af stað í vikunni

Fyrstu mót ársins á Íslandsbanka- og Áskorendamótaröðinni fara fram um helgina en um er að ræða mótaraðir fyrir börn og unglinga.

Keppt er á Strandarvelli á Hellu á Íslandsbankamótaröðinni og er sem fyrr keppt í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs. Mótið hefst á föstudaginn þegar elstu flokkarnir hefja leik og lýkur á sunnudaginn.

Á laugardaginn fer svo fram mót á Áskorendamótaröðinni á Gufudalsvelli í Hveragerði. Bæði verður keppt í 18 holu móti og 9 holu móti en mótaröðin er hugsuð fyrir þá kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni.

Íslandsbankamótaröðin - Dagskrá 2018:

25.05.18 GHR Íslandsbankamótaröðin (1)
01.06.18 GR Íslandsbankamótaröðin (2)
22.06.18 GS Íslandsbankamótaröðin (3) - Íslandsmótið í höggleik
20.07.18 GA Íslandsbankamótaröðin (4) - Íslandsmótið í holukeppni
24.08.18 GKG Íslandsbankamótaröðin (5) - Lokamót

Áskorendamótaröðin - Dagskrá 2018:

26.05.18 GHG Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1)
02.06.18 GR Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2)
23.06.18 GVS Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3)
21.07.18 GHD Áskorendamótaröð Íslandsbanka (4)
25.08.18 NK Áskorendamótaröð Íslandsbanka (5) - Lokamót

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640