Fréttir

Myndband: 12 ára og keppir á sínu fyrsta LPGA móti
Michelle Liu.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 22:09

Myndband: 12 ára og keppir á sínu fyrsta LPGA móti

LPGA mótaröðin snýr aftur á fimmtudaginn þegar CP Women's Open mótið hefst. Mótaröðin hefur verið í fríi frá því að Ladies Scottish Open mótið fór fram dagana 8.-11. ágúst. Margar af sterkustu konum heims mæta þá til leiks en nú fer senn að líða að lokum tímabilsins hjá konunum.

Það eru þó ekki þekktustu nöfnin sem hafa fengið mesta athyglina síðustu daga því Michelle Liu verður um helgina yngsti kylfingurinn til að leika á CP Women's Open mótinu. Þegar mótið hefst á fimmtudaginn verður hún aðeins 12 ára, 9 mánaða og 6 daga gömul. Samlandi Liu, Brooke M. Henderson á núverandi met en hún var 14 ára þegar hún keppti fyrst í mótinu.

Liu kemur frá Kanada sagði í viðtali að hún liti upp til Henderson.

„Ég horfi upp til Brooke Henderson af því hún er frábær spilari, frábær einstaklingur og frá Kanada.“

Þrátt fyrir að vera ekki orðin 13 ára þá er sveiflan hjá Liu kraftmikil en myndband af sveiflunni má sjá hér að neðan. Ljóst er að hún á framtíðina fyrir sér í golfi.