Fréttir

Myndband: 6 bestu högg ársins á Áskorendamótaröðinni
Christopher Feldborg Nielsen.
Fimmtudagur 10. janúar 2019 kl. 21:08

Myndband: 6 bestu högg ársins á Áskorendamótaröðinni

Sérfræðingar Áskorendamótaraðarinnar í golfi eru búnir að taka saman þau sex högg sem þóttu bera af á mótaröðinni á nýliðnu ári og er nú hægt að kjósa um högg ársins á heimasíðu hennar.

Þeir kylfingar sem koma til greina í valinu eru þeir Marco Iten, Robert MacIntrye, Mark Flindt Haastrup, Will Besseling, Alexander Wennstam og Christopher Feldborg Nielsen.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða sex högg koma til greina sem högg ársins 2018 á Áskorendamótaröðinni.

Ísak Jasonarson
[email protected]